Verðskrá 2025

DNA Myglupróf á ryki, skoðun og rakamælingar 45 mín. 139.000 kr.

Sýnataka á byggingarsýnum fer fram í skoðun samhliða DNA Myglurófum eftir þörfum - greining á byggingarsýnum(ekki DNA) fer eftir gjaldskrá Nárrúrfræðistofnunar - sjá nánar www.ni.is

Símatími(15 mín) - 4.400 kr.

mannvirkjastofa@mannvirkjastofa.is

Sími 537-6200 Opið mili 16:30 - 18:00 mán-föst.

Algengar spurningar

Þarf ég að undirbúa mig fyrir myglupróf?

Nei haltu áfram daglegum venjum - En tryggja gott aðgengi að útveggjum og grunuðum svæðum - ekki minka eða auka þrif. Sterk hreinsiefni eru almennt óæskileg.

Hvenær koma niðurstöður úr mygluprófi?

10 - 20 daga. 

Hvað ef ég bý á landsbyggðinni?

Ekkert mál, við förum reglulega út á land, sama gjald á mygluprófum en við gætum þurft að færa bókaða tíma til þess að samnýta ferðir. Hægt er að óska eftir sýnatökupinna í pósti í bókuðum símatímum.

Hvað á ég að gera ef niðurstöður úr mygluprófi eru að mygla sé að vaxa í byggingarhlutum?

Fara eftir leiðbeiningum í skýrslu, oftast þarf húseigandi að ráðast í aukin loftskipti, ítarleg þrif, tiltekt á munum  og yfirferð á viðhaldi mannvirkisins af löggiltum iðnmeistara og mögulega hönnuðar og byggingarstjóra. Komast að uppruna raka- og mygluvandamálsins og fjarlægja skemmt byggingarefni með viðeigandi hætti sbr. leiðbeiningar umhverfisstofnunar frá 2015.

Listi um löggilta iðnmeistara er að finna á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar  www.hms.is eða hér http://www.mannvirkjastofnun.is/byggingar/loggildingar-honnuda-og-idnmeistara/listi-yfir-idnmeistara/

Hvað ef ég tel mig vera með líkamleg einkenni vegna myglusvepps.

Veikindi skulu meðhöndluð af læknum.

Hvernig geta DNA greiningar á ryki virkað sem myglupróf og afhjúpað falda myglu inn í byggingarhlutum?

DNA sameindir eru í öllum lifandi verum. Mygla og aðrar og örverur berast með ýmsum leiðum í andrúmsloftið og í rykið sem við öndum að okkur m.a. með gróum, niðurbroti við raka- og hitabreytingar og s.frv. Með því að skima eftir ákveðnum tegundum örvera er hægt að kortleggja andrúmsloftið og örveruflóruna í mannvirkinu. Mygluprófin eru byggð á upplýsingum sem safnast hafa við meira en 10.000 mygluprófum og viðurkenndum DNA rannsóknum.

Hver er munurinn á DNA Mygluprófi á ryki og hefðbundinni greiningu á byggingarýni?

  1. DNA Myglupfóf á ryki eru tekin úr ryki sem finnst inn í íbúð t.d. í miðrými og tekur stöðuna á inniloftinu almennt í íbúð og hvort líkur eru á að mygla sé að vaxa inn í íbúð.

  2. Byggingarsýni er tekið úr byggingarhluta s.s. vegg, lofti eða gólfi. T.d. ef rakamæling gefur til kynna raka inn í vegg, er teikinn bútur úr staðnum og sendur til greiningar til Nárrúrufræðistofnunar sem greinir hvort og hve alvarleg mygla er að vaxa á tilteknu svæði.

Hvernig fara rakamælingar fram?

Rakamælir skynjar mögulegan raka inn í veggjum/gólfi. Rakamælt er innan skoðunartíma því er mikilvægt að hafa aðgengi að útveggjum og líklegum rakastöðum gott.

Ert þú með spurningar um DNA myglupróf og greiningar?

Sendu okkur tölvupóst og við svörum um hæl - mannvirkjastofa@mannvirkjastofa.is


Hægt er að panta loftgæðamælana frá Canairi með því að senda okkur tölvupóst. Verð 29.000 kr. Frí heimsending.